- +

Austurlenskt svínakjöt með jógúrt og kaldri mangósósu

Marinering
Salt og nýmalaður svartur pipar
350 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
50 g chilli ginger garlic spice paste (asian home gourmet)
2 tsk. tandoori masala
1 tsk. hvítlaukur saxaður fínt
1 tsk. engifer saxaður fínt

Grænmeti
200 g gulrætur
1 stk. paprika rauð
1 stk. paprika gul
100 g sellerí
1 stk. laukur meðalstór

Skyrsósa
Salt og nýmalur svartur pipar
1 stk. ferkst mangó um 300 g
150 g agúrka (skræld og kjarnhreinsuð)
180 g sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
200 g g hreint skyr
½ tsk. cumin

Aðferð:

 

Kjöt aðferð:
Skerið svínakjötið í bita og marinerið í kryddleginum í 4-6 tíma, gott að setja í daginn áður.
Skerið grænmetið í frekar stóra bita og blandið saman við. Setjið í eldfast mót og bakið við 175°C í 35-40 mínútur með loki yfir eða álpappír.
Berið fram með hrísgrjónum kaldri mangósósu og góðu nanbrauði.

 

Skyrsósa aðferð:
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson