- +

Smalabaka - Shepherd's Pie

Kjötsósa:
600 g nautahakk
1 stk. stór gulur laukur eða tveir litlir
2 stk. pressuð hvítlauksrif
1 stk. teningur af grænmetiskrafti (1-2 stk.)
2 dósir niðursoðnir tómatar
salt eftir smekk
svartur pipar eftir smekk
2 tsk. Worchestershire sósa
skvetta af tómatsósu
1 dós hvítar baunir í tómatsósu
100 g rjómaostur með svörtum pipar frá MS
1 poki rifinn mozzarellaostur

Kartöflustappa:
1 kg soðnar kartöflur (eða 4-5 bökunarkartöflur)
100 g smjör (eða eftir smekk)
soðið vatn eftir smekk
sykur og salt eftir smekk

Aðferð:

Ofnbakaður réttur sem samanstendur af kjöti og kartöflustöppu. 

Kjötsósa, aðferð:

Skerið laukinn og steikið hann ásamt hvítlauknum upp úr olíu og smjöri.

Bætið við nautahakkið og brúnið það ásamt lauknum.

Hellið tómötum saman við og hrærið. Lækkið hitann. Kryddið og smakkið til.

Bætið baunum við í lokin og hrærið.

 

Kartöflustappa, aðferð:

Þvoið og sjóðið kartöflurnar.

Setjið þær í skál, flysjaðar eða ekki og bætið smjöri við ásamt salti og eitthvað af sykri.

Stappið með kartöflustappara eða hrærið í hrærivél.

Hellið smá af soðnu vatni saman við (ég nota soðið af kartöflunum) og hrærið í þar til stappan er mátulega þykk. Smakkið til.

 

Stillið ofnhitann á 180 °C

 

Dreifið kjötsósunni í ofnfast mót.

Smyrjið karötflustöppuna yfir kjötsósuna. Það er fallegt að nota sprautupoka og gera fallegar ,,doppur“ með stöppunni.

Stráið rifnum mozarellaosti ásamt rjómapiparosti hér og þar yfir stöppuna.

Bakið Smalabökuna í um 25-35 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og stappan hefur fengið á sig smá lit. Gott er að hafa formið í miðjuna á ofninum.

 

Gott að bera fram með fersku salati.

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal