Menu
Piparosts- og beikonborgari

Piparosts- og beikonborgari

Girnilegir borgarar gerðir frá grunni. Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra veglega borgara.

Innihald

1 skammtar
nautahakk
olía
rauðlaukur, niðurskorinn
stökkt beikon, smátt skorið
dijon sinnep
steinselja, söxuð
egg
brauðraspur
rifinn piparostur
salt og pipar

Meðlæti:

hamborgarabrauð
góður ostur, t.d. Tindur eða Búri
kál
rauðlaukur
tómatur
majónes
dijon sinnep

Aðferð

  • Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn niður og steikið upp úr olíunni í nokkrar mínútur eða þar til hann er mjúkur í gegn.
  • Blandið öllum hráefnum saman í skál. Mótið fjóra hamborgara í höndunum og grillið eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
  • Berið borgarann fram með majónesi, dijon sinnepi, káli, tómat og gjarnan enn meiri rauðlauk. 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir