- +

Matarmiklar vöfflur með nautahakki og fetaosti

Deig:
3¾ dl hveiti
⅓ dl maisenamjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt, t.d. Maldon
3¾ dl hrein jógúrt
⅓ dl repjuolía
2 stk egg, aðskilin
100 g fetaostur, mulinn
1 krukka grillaður kúrbítur, saxaður eða u.þ.b. 150 g, t.d. frá Himneskri hollustu
¾ dl ferskt óreganó

Álegg:
500 g nautahakk
ólífuolía
1 msk harissamauk
2 msk tómatamauk
sjávarsalt og svartur pipar
2½ dl kjúklingasoð, eða sama magn af vatni og hálfur kjúklingakraftsteningur
100 g fetaostur, mulinn
2½ dl ítölsk steinselja, söxuð
kirsuberjatómatar, eftir smekk
ferskt salat, eftir smekk

Aðferð:

1. Hrærið hveiti, maisenamjöli, lyftidufti, salti, jógúrt, repjuolíu og eggjarauðum saman. Hrærið þar til deigið er laust við kekki.

2. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið.

3. Setjið loks síðustu þrjú hráefnin saman við.

4. Setjið tæpa 2 dl af deiginu í vöfflujárnið í hvert sinn og bakið.

5. Steikið nautahakkið upp úr smá olíu. Bætið harissamauki og tómatamauki saman við. Hrærið. Saltið og piprið. Setjið kjúklingasoðið út í og látið malla í 5 mínútur.

6. Setjið smá ferskt salat á hverja vöfflu, þar á eftir hakkið, fetaost, tómata, steinselju og pínu svartan pipar. Berið strax fram.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir