- +

Litlar kjötbollur með gráðaosti og piparostasósu

Kjötbollur:
100 g saltkex, mulið
1 hvítlauksgeiri
75 g rifinn gráðaostur frá Gott í matinn
1 stk. egg
1 tsk. sojasósa
400 g hakk
2 msk. olía

Piparostasósa:
salt ef þarf
400 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
85 g rifinn piparostur frá Gott í matinn
1 tsk. kjúklingakraftur
1 tsk. rifsberjahlaup

Aðferð:

Kjötbollur aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið saltkex, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og látið ganga þar til þetta er orðið að mylsnu. Hrærið þá gráðaosti, eggi, sojasósu, pipar og salti saman við og blandið að lokum hakkinu saman við. Mótið bollur (u.þ.b. 16 stórar eða 40 litlar) og dreifið þeim á pappírsklædda bökunarplötu. Dreypið olíunni yfir. Bakið bollurnar í miðjum ofni í 15-20 mínútur. Stærri bollum er best að snúa einu sinni en það er nóg að hræra í þeim litlu. Berið þær fram með kartöflum, grænmeti og piparostasósu.

Piparostasósa aðferð:
Setjið allt í pott, hitið rólega og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Smakkið og saltið ef þarf.
 
Svo má líka skipta um og nota piparost út í bollurnar en gráðaost í sósuna.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir