- +

Lambalæri með villisveppafyllingu, fylltum kartöflum og rjómasoðnu spínati

Kjöt innihald
Salt og nýmulinn svartur pipar
1 stk Lambalæri úrbeinað
25 g þurrkaðir villisveppir
50 g rauðlaukur
1 stk villisveppaostur
1 msk pestó
1 stk egg
100 g ritzkex

Kartöflur innihald
Rifinn gratínostur
3 stk bökunarkartöflur (3-4 stk)
180 g sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
125 g rjómaostur með svörtum pipar

Spínat innihald
Salat og nýmuldur svartur pipar
200 g spínat
200 g saxaður laukur
2 msk smjör
2 dl matreiðslurjómi

Aðferð:

Kjöt aðferð:
Leggið villisveppina í bleyti í heitt vatn gott að gera það einum tíma áður. Maukið sveppina í blandara ásamt rauðlauknum og pestóinu. Skerið ostinn í bita og bætið í. Maukið saman ásamt eggi og ritzkexi.
Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.
Fletjið lambalærið vel út og smyrjið fyllingunni inn í, rúllið síðan lærinu upp og steikið við 120°C í u.þ.b. 40-50 mínútur.

Berið fram með fylltum kartöflum og rjómasoðnu spínati.

Kartöflur aðferð:
Bakið kartöflurnar í u.þ.b. 50-60 mínútur við 175°C. Skafið inn úr kartöflunum og geymið hýðið. Hrærið kartöflunum saman við rjómaostinn og sýrða rjómann og setjið að lokum í hýðið og stráið yfir rifnum gratínosti og bakið við 180°C í 15 mínútur

Spínat aðferð:
Steikið laukinn og spínatið á pönnunni og bætið við rjómanum látið sjóða í 4-6 mínútur.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson