- +

Lambakótilettur á marokóska vísu með tómatsalati

Kótilettur:
2 msk. heil kúmínfræ
1 msk. sæt paprika, duft
½ tsk. chillí, duft
1 msk. gott sjávarsalt
12 kótilettur (12-16)
50 g brætt smjör

Tómatsalat:
400 g kirsuberjatómatar
½ rauðlaukur, fínt saxaður
150 g fetaostur
2 msk. ferskt eða þurrkað óreganó
100 g svartar ólífur

Dressing:
1 hvítlauksrif
1 tsk. sjávarsalt
1½ msk. rauðvínsedik
100 g kirsuberjatómatar
6 msk. extra virgin ólífuolía
salt og svartur pipar

Aðferð:

Kótilettur:

Hrærið allt kryddið saman í morteli og myljið aðeins saman. Rétt áður en á að elda kótiletturnar, smyrjið þær með bræddu smjöri og veltið þeim upp úr kryddinu. Kótiletturnar má bæði grilla og steikja á pönnu, ekki elda þær alveg í gegn því best er að stinga þeim í heitan ofn í 5-10 mínútur áður en þær eru bornar fram.

Hellið afganginum af brædda smjörinu yfir kótiletturnar áður en þær fara í ofninn og eins má strá kryddblöndunni yfir. Því meira krydd í smjörinu því betra, því smjörið í ofnfatinu er notað sem sósa til að dreypa yfir kjötið. Það má einnig bera kryddið fram með matnum.

 

Tómatsalat:

Maukið hvítlauk og salt vel saman. Maukið tómatana í matvinnsluvél. Hrærið þá saman hvítlaukinn, tómatmaukið og allt annað hráefni í dressinguna. Blandið öllu saman sem fer í salatið og hellið dressingunni yfir. Piprið aðeins með svörtum pipar.

Berið fram með kótilettunum en athugið að þetta salat er mjög gott með ýmsu öðru.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir