- +

Lambakjöt í rjómaosti og kotasælu

Innihald:
Salt og nýmulinn svartur pipar
1 kg lambakjöt best að nota lundir eða fituhreinsað fillet
1 msk. rósmarín
250 g sveppir
100 g kúrbítur
100 g rauðlaukur
100 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
2 dósir kotasæla
1 glas fetaostur að eigin vali
3 hvítlauksgeirar (2-3), pressaðir

Aðferð:

Brúnið kjötið á pönnu og kryddið með rósmarín, salti og svörtum pipar. Setjið í eldfastmót skerið grænmetið í bita og steikið á pönnunni. Hellið yfir kjötið. Stráið sólþurrkuðum tómötum yfir. Hrærið saman kotasæluna og rjómaostinn með hvítlauknum og smyrjið yfir kjötið og grænmetið. 
Myljið fetaostinn yfir og bakið í ofni við 170°C í sirka 20 mínútur.
 
Berið fram með fersku salati og góðu brauði.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson