Menu
Lambafillet með kremuðu bankabyggi

Lambafillet með kremuðu bankabyggi

Ljúffengt lambakjöt með bankabyggi og kaldri sósu. Samsetning sem kemur skemmtilega á óvart.

Innihald

5 skammtar

Lambafillet

lambafillet fitu og sinhreinsað
salt og pipar (ný malaður úr kvörn)

Bankabygg

bankabygg
vatn
salt
villisveppaostur
öskjur sveppir (skornir hefilega og steiktir á pönnu. Smakkað til með salti)
skarlottulaukur (skrældur og saxaður)
hvítlauksgeirar (skrældur og saxaður)

Köld sósa úr sýrðum rjóma

sýrður rjómi frá Gott í matinn
extra virgin ólívu olía
sítróna (safi + rifinn börkur)
hvítlauksgeiri (fínt saxaður)
steinselja (söxuð)
salt og pipar

Lambafillet

  • Fillet er steikt á pönnu á báðum hliðum í 1-2 mín.
  • Saltað og piprað ,sett í eldfast mót og eldað á 160°C í 6 mín.
  • Látið hvíla í aðrar 4 mín.
  • Skerið í hæfilega bita.

Bankabygg

  • Látið vatn renna á byggið til að skola það.
  • Sjóðið í vatni þangað til það er soðið í gegn, tekur um 40-45 mín.
  • Sigtið og setjið í pott ásamt lauk, sveppum og osti.
  • Smakkað til með salti og sítrónusafa.

Köld sósa

  • Öllu blandað saman og smakkað til með salt og pipar.

Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara