- +

Lambafillet með kremuðu bankabyggi

Lambafillet
salt og pipar (ný malaður úr kvörn)
1 kg lambafillet fitu og sinhreinsað

Bankabygg
salt
500 g bankabygg
1½ l vatn
200 g villisveppaostur
2 öskjur sveppir (skornir hefilega og steiktir á pönnu. Smakkað til með salti)
1 stk skarlottulaukur (skrældur og saxaður)
4 hvítlauksgeirar (skrældur og saxaður)

Köld sósa úr sýrðum rjóma
salt og pipar
200 g sýrður rjómi
100 g extra virgin ólívu olía
½ stk sítróna (safi + rifinn börkur)
½ hvítlauksgeiri (fínt saxaður)
10 g steinselja (söxuð)

Aðferð:

Lambafillet aðferð:
- Fillet er steikt á pönnu á báðum hliðum í 1 -2 min. Saltað og piprað sett í eldfast mót og eldað á 160°c í 6 min og leyift að hvíla í aðrar 4 min. Skorið í hæfilega bita.

Bankabygg aðferð:
- Vatn látið renna á byggið til að skola það, þá er byggið soðið í vatni þangað til það er soðið í gegn, Sigtað og sett í pott ásamt lauk, sveppum og osti, Smakkað til með salti og sítrónusafa.

Köld sósa aðferð:
- Öllu blandað saman og smakkað til með salt og pipar.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara