- +

Lambafillet bakað í bláberjaskyri með steiktum kartöflum, seljurót og púrtvínssósu

Lamb innihald:
Salt og nýmalaður svartur pipar
800 g lambafillet með fitu
2 msk. smjör
200 g Ísey skyr bláber
100 g bláberjasulta
1 msk. saxað timjan

Kartöflur innihald:
Salt og nýmalaður svartur pipar
400 g kartöflur
400 g seljurót
100 g smjör

Sósa innihald:
Kjötkraftur til að bragðbæta
Sósujafnari
Sósulitur
50 g fínt saxaður laukur
100 g fínt saxaðir sveppir
1 msk. smjör
3 dl púrtvín
4 dl kjötsoð (eða vatn og kraftur)
1 msk. bláberjasulta

Aðferð:

Fyrir 4.

Lambafillet aðferð:
Brúnið lambafilleið vel í smjöri á pönnu. Hrærið saman bláberjaskyri, bláberjasultu og timjan. Setjið skyrblönduna í eldfast form og setjið brúnað lambafilleið í blönduna með fituhliðina upp. Bakið við 90°C í 40 -50 mínútur takið úr ofninum og kveikið á grillinu í ofninum, setjið undir grillið í 2-3 mínútur svo fitan verði stökk.

Kartöflur aðferð:
Skerið kartöflurnar og seljurótina í hæfilega stóra bita. Steikið í smjörinu og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.

Sósa aðferð:
Steikið en brúnið ekki sveppina og laukinn í smjörinu. Bætið við púrtvíni og kjötsoði og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið í bláberjasultu og þykkið sósuna með sósujafnara, braðgbætið með kjötkrafti.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson