- +

Jógúrt og jurtamaríneraðar lambalundir með tómat og fetasalati

Lambalundir:
600 g lambalundir (600-800 g)
300 g rauðlaukur
350 ml grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 tsk. oregano (þurrkað) 2 tsk. ef það er notað ferskt
1 tsk. mynta (þurrkuð) 2 tsk. ef það er notað ferskt
1 tsk. rósmarín (þurrkað) 2 tsk. ef það er notað ferskt
2 hvítlauksgeirar (2-3 stkl.)
1 stk. sítróna (Börkur af ½ safi af 1 stk)
1 tsk. salt
½ tsk. nýmulinn svartur pipar

Salat:
4 stk. tómatar
100 g blaðlaukur
100 g agúrka
30 stk. blandaðar ólífur

Aðferð:

Fyrir 4.

Lambalundir aðferð:
Blandið saman jógúrt, oregano, timjan, myntu, hvítlauk, sítrónuberki, sítrónusafa, salti og pipar. Setjið lambalundirnar saman við og marínerið í minnst 4-6 tíma. Best ef næst að marínera yfir nótt. Skerið rauðlaukinn í grófa bita og raðið í eldfast mót. Takið lambalundirnar og raðið á rauðlaukinn. Setjið í 200°C heitan ofn í 12-15 mínútur.
Berið fram með tómat og fetasalati með ólífum.

Tómat og fetasalat með ólífum aðferð:
Skerið tómatana í bita ásamt agúrkunum, skerið blaðlaukinn fínt og bætið saman við. Blandið fetaostinum saman við ásamt skornum ólífum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson