- +

Indverskt lambakarrý með indverskri raita sósu

Indverskt lambakarrý
2 stk meðalstórir laukar skornir gróft
2 stk hvítlauksgeirar saxaðir
1 msk engifer smátt saxaður
3 tsk karrý
½ cayennepipar
1 tsk cummin
2 msk olía
1 kg lambalæri skorið í bita
3 ds niðursoðnir tómatar
3 dl kókosmjólk
100 gr cashewhnetur
500 gr hrein jógúrt
2 msk saxað kóríander

Indversk Raita sósa
safi úr 1 sítrónu
salt og nýmulinn svartur pipar
500 gr hrein jógúrt
2 skallottulaukar fínt saxaðir
1 ferskur grænn chili, skorinn og fræhreinsaður
1 hvítlauksgeiri smátt saxaður
1 agúrka afhýdd og kjarnhreinsuð
½ tsk kúmenfræ, þurrristuð og möluð í morteli

Aðferð:

Lambakarrý aðferð:

Steikið lauk, hvítlauk og engifer í 3-5 mínútur á pönnu við miðlungshita. Bætið karrý, cayannpipar og cummin við og hrærið vel saman.
Bætið lambakjötinu á pönnuna og veltið vel í kryddinu og lauknum.
Bætið í niðursoðnum tómötum og kókosmjólk sjóðið í 30 – 40 mínútur. Lækkið hitann og bætið ristuðum cashewhnetum og jógúrti við.
Stráið ferskum koriander yfir og berið fram með hrísgrjónum.
Indversk Raita sósa aðferð:
Þurrristaðu kúmenfræ á pönnu og malaðu þau síðan í morteli. Settu jógúrt í skál, saxaðu lauk, chili, engifer og hvítlauk smátt og settu í skálina. Afhýddu agúrkuna og saxaðu smátt. Kreistu síðan mesta vökvann úr henni áður en þú hrærir henni saman við. kreistu sítrónusafa yfir. Fræin ættu að vera orðin köld og því geturðu bætt þeim út í. Saltaðu og pipraðu eftir smekk. Gott er að búa sósuna til áður og láta standa í kæli í a.m.k. 1 klst. fyrir notkun.
 
Hitaðu naan brauð í ofni og penslaðu síðan með hvítlauksolíu áður en þú berð það fram.
Gott er einnig að bera fram salat með þessum rétti.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson