- +

Einfaldir grillpinnar með osta- og jógúrtmarineringu

Marinering
salt og malaður svartur pipar, eftir smekk
2 tsk rifinn engiferrrót
2 hvítlauksrif, kramin
100 gr grísk jógúrt
1 msk hveiti
5 msk rifinn ostur
¼ tsk cayennepipar, 1-2 stk ferskur rauður eða grænn chili
1 tsk paprikuduft, má líka vera reykt paprikuduft
1 msk ferskt kóríander

Grillpinnar
900 g kjúklingabringur eða lambakjöt, skorið í 2.5 cm bita

Aðferð:

8-12 grillpinnar

Grillpinnar aðferð:
Setjið allt sem á að fara í maríneringuna í matvinnsluvél og maukið saman, setjið kjötið út í og látið það marínerast í 30 mínútur. – 2 klst. í kæliskáp.
Þræðið kjötið á grillpinnana. Grillið kjötið á öllum hliðum við meðalháan hita í 8-9 mínútur. 
Setjið tvo grillaða kjúklingapinna ofan á kúskússalat frá Miðjarðarhafinu, en uppskrift að því má finna undir flokknum 'Salöt sósur og meðlæti' hér á Gott í matinn vefnum. Setjið loks 2 msk. af raitu-jógúrtsósu til hliðar við salatið og þá er rétturinn tilbúinn!

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir