Menu
Chili con carne að hætti læknisins í eldhúsinu

Chili con carne að hætti læknisins í eldhúsinu

Chili con carne uppskrift fyrir 4-6 og dugar í þrjár máltíðir. Þetta er stór uppskrift en það er auðvelt að breyta henni í einfalda fyrir eina máltíð með því að deila með þremur.

Innihald

1 skammtar
laukar
hvítlauksrif
engifer
rauður chilipipar
Jómfrúarolía
chiliduft
broddkúmen
kóríander
kanilstangir
lárviðarlauf
lambahakk
nautahakk
dós chipotle salsa (eða chipotle mauk)
dósir blandaðar baunir í dós (t.d. nýrnabaunir, svartar baunir og brúnar baunir)
kjúklingasoð
kakóduft
salt og pipar

Meðlæti:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn
nachos flögur (eða tortilla)
rifinn mozzarella frá Gott í matinn
ferskur kóríander

Skref1

  • Sneiðið laukinn, hvítlaukinn, engiferinn og chilipiparinn.
  • Steikið í heitri olíu í stórum potti.
Skref 1

Skref2

  • Merjið kóríanderfræ og broddkúmen í mortéli og bætið út í pottinn ásamt chiliduftinu.
  • Næst lárviðarlauf og svo heill kanill.
Skref 2

Skref3

  • Svo er að setja kjötið - og brúna það vandlega.
  • Ekki gleyma að salta og pipra.
Skref 3

Skref4

  • Bætið við niðursoðnum tómötum, kjúklingasoði og chipotle salsa eða mauki.
  • Setjið fullt af tabaskó út í ásamt kakói.
Skref 4

Skref5

  • Það þarf að svo að sjóða kássuna niður í um sex kortér svo hún verði þykk og girnileg.
  • Skolið baunirnar og bætið þeim svo út í kássuna. Það þarf ekki nema 20 mínútur til að hita þær í gegn.
Skref 5

Skref6

  • Svo er að raða þessu saman á disk með nachos flögum, ferskum kóríander, rifnum osti og sýrðum rjóma frá Gott í matinn.
Skref 6

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson