
Sætar kartöflur fylltar með kjúklingi, sveppum, lauk og stökku beikoni
Innihald:
2 stk. sætar kartöflur
Kjúklingabringur (smátt skornar)
1 pakki sveppir
2 laukar
1 bréf beikon
1 dl rjómi frá Gott í matinn
1 poki Pizzaostur frá Gott í matinn
Fetakubbur frá Gott í matinn
Íslenskt smjör til steikingar
Sjávarsalt og pipar
Fyrir fjóra.
Byrjið á því að stilla ofninn á 200°C – blástur.
Skerið sætu kartöflurnar í tvennt þannig að þær séu ílangar.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið kartöflurnar niður (hýðið upp).
Penslið sætu kartöflurnar með ólífuolíu og stráið sjávarsalti yfir.
Setjið þær inn í ofn í 50. mínútur á meðan fyllingin er útbúin.
Skerið kjúklinginn í passlega stóra bita og steikið þar til hann hefur brúnast.
Skerið beikonið smátt og bætið saman við kjúklinginn.
Setjið saxaða sveppi og lauk út á pönnuna í lokin.
Kryddið til með salti og pipar.
Hellið 1 dl af rjóma út í fyllinguna.
Takið sætu kartöflurnar út úr ofninum og snúið þeim við.
Skafið innan úr sætu kartöflunum og setjið út í fyllinguna á pönnunni. Passið að skilja smá eftir í köntunum til þess að kartaflan rifni ekki og fyllingin leki ekki út fyrir.
Setjið núna fyllinguna ofan í hýðið og stráið muldum fetakubbi og pizzaosti yfir allt saman.
Bakið þetta áfram í ofninum þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.
Höfundur: Tinna Alavis