Menu
Rjómapestó pasta með kjúkling

Rjómapestó pasta með kjúkling

Fljótlegur og virkilega góður kvöldréttur.

Innihald

1 skammtar
tagliatelle pasta (eins mikið og þarf m.v. fjölda matargesta)
sýrður rjómi (t.d. 18%) frá Gott í matinn
grænt pestó
kjúklingarbringur (miða við u.þ.b. hálfa bringu á mann)
mozzarella ostur
salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  • Pastað er soðið í potti
  • Á meðan er kjúklingurinn eldaður í gegn. T.d. er hægt að nota mínútugrill en það er einnig hægt að setja hann á pönnu eða í ofn.
  • Sýrði rjóminn og pestóið sett saman í skál og hrært saman. Heil dós af hvoru ætti að duga í pasta fyrir 4-5 manns. Þið vegið og metið hversu mikla sósu þið viljið hafa.
  • Mozzarella osturinn skorinn í bita
  • Þegar allt er tilbúið er þetta sett saman í skál, sósan á pastað og kjúklingnum og ostinum blandað saman við.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir