- +

Kjúklingur með fetaosti og döðlum

Innihald:
5 kjúklingabringur
1 stór krukka rautt pestó
1 krukka Dala feta
12 döðlur, smátt skornar
Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.

Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót.

Setjið pestó, smátt skornar döðlur og fetaost á hverja bringu.

Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar, 

Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur. 

Berið fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og fersku salati.

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir