Menu
Kjúklingur með aspas og parmesan kartöflum

Kjúklingur með aspas og parmesan kartöflum

Hér eru kjúklingabringurnar skornar í tvennt og fylltar með osti og ferskum aspas. Útkoman er lyginni líkust! 

Þessi uppskrift er fyrir fjóra fullorðna.

Innihald

1 skammtar

Kjúklingur:

kjúklingabringur, ein bringa á mann
Óðals Tindur í sneiðum
ferskur aspas (2-3 stk. á mann)
sítrónubörkur
salt og pipar
paprikukrydd

Kartöflur með parmesan:

stórar sætar kartöflur
hvítlauksrif
ólífuolía eða matarolía
salt og pipar eftir smekk
rifinn Parmesan ostur, ferskur eða í kryddi
Italian krydd eftir smekk
Parsley krydd eftir smekk

Köld sósa:

18% sýrður rjómi frá Gott í matinn, MS
hvítlauksrif, pressað
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Kartöflurnar eru skornar í litla teninga
  • Blandið saman í skál; olíu ásamt hvítlauk og kryddunum fyrir utan parsley, það fer á kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum.
  • Kartöflunum er velt upp úr olíublöndunni og raðað á ofnplötu.
  • Smá olía er skilin eftir til að pensla aspasinn.

Skref2

  • Kjúklingurinn er skorinn þvert og opnaður eins og umslag.
  • Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og rífið sítrónubörkinn fínt yfir.
  • Osturinn og olíuborinn aspasinn er svo settur inn í.
  • Næst er kjúklingnum lokað og hann kryddaður með salti, pipar og papriku kryddi.
  • Kjúklingurinn er þá settur á ofnplötuna með kartöflunum og bakað í ofninum í 25-30 mínútur.
Skref 2

Skref3

  • Sósan gæti ekki verið einfaldari.
  • Blandið pressuðu hvítlauksrifi, safa úr hálfri sítrónu út í sýrða rjómann og saltið og piprið eftir smekk.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir