- +

Kjúklingur í rjómasósu með hvítlauk, basil, sólþurrkuðum tómötum og beikoni

Innihald:
2 stk. kjúklingabringur
1 krukka sólþurrkaðir tómatar (lítil krukka)
4 stk hvítlauksrif
300 ml matreiðslurjómi
1 bolli mozzarella ostur
6 stk beikonsneiðar
aspas
hrísgrjón
fersk basilíka að vild
salt og pipar
paprikukrydd og cayanne pipar

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir tvo fullorðna og tekur um 30 mínútur að matreiða.

Ofninn hitaður í 200°C á blæstri.

Á pönnu fer smátt skorinn hvítlaukurinn og skornir sólþurrkaðir tómatar (án olíunnar) og það látið ristast á pönnu í um 5 mínútur.

Þá eru tómatarnir teknir af pönnunni og kjúklingurinn settur á og hann steiktur þar til hann er eldaður í gegn (um 7 mínútur á hvorri hlið)

Inn í ofn fer aspasinn og beikonið í 15-20 mínútur. Aspasinn er penslaður með olíu og kryddaður með salti og pipar.

Grjónin soðin eftir leiðbeiningum á kassa.

Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn er hann tekinn af pönnunni og rjómanum, mozarellaostinum, tómötunum og basilikunni skellt á pönnuna ásamt skvettu af cayanne pipar og paprikukryddi (fer eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan) og látið malla þar til osturinn er bráðnaður.

Þá er kjúklingnum bætt úti, grjónunum, aspasinum og smátt skornu beikoni blandað saman við og rétturinn þar með tilbúinn.

 

 

 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir