- +

Kjúklinga-cannelloni með svepparjómasósu og tvennskonar ostum

Fylling
1 msk ólívuolía
2 stk skallottulaukar, fínsaxaður
1 stk hvítlauksrif, marið
250 g sveppir, saxaðir
3 msk fersk ítölsk steinselja, söxuð og meira til skrauts
2 stk stórar kjúklingabringur, hakkaðar í örsmáa bita
2 msk hveiti
3¾ dl kjúklingasoð, eða kjúklingakraftur og sama magn af vatni
3½ dl rjómi
1 tsk fínrifinn sítrónubörkur
2 tsk sítrónusafi
svartur pipar
sjávarsalt, ef þurfa þykir

Samsetning
smjörklípa
10 stk fersk lasagneblöð
3½ dl rjómi
100 g cheddarostur, rifinn
60 g mozzarellaostur, rifinn í poka

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Steikið sveppi og laukana upp úr ólívuolíu. Bætið steinselju saman við. Setjið kjúklingabitana þangað til brúnaðir.

3. Sáldrið hveiti yfir, síðan kjúklingasoð og 3 ¼ dl rjóma. Bætið sítrónuberki og sítrónusafa saman við. Látið malla í fáeinar mínútur. Smakkið til með svörtum pipar og salti ef þurfa þykir. Kælið.

4. Smyrjið eldfast form með smjöri. Skiptið sveppafyllingunni niður á fersku lasagnablöðin og rúllið þeim upp. Raðið í eldfasta mótið. Hellið 3 ¼ dl rjóma yfir og sáldrið báðum ostunum yfir.

5. Klæðið formið lauslega með álpappír og bakið í 20 mínútur. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 10 mínútur. Gott er að láta réttinn standa í 10 mínútur áður en hann er borinn fram. Skreytið ef vill með ferskri steinselju.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir