Menu
Indverskur smjörkjúklingur (Butterchicken) með raítu sósu

Indverskur smjörkjúklingur (Butterchicken) með raítu sósu

Við mælum með því að láta kjúklingabringurnar liggja í marineringu í sólarhring. Það gerir bringurnar mjög safaríkar og gómsætar.

Berið fram með soðnu byggi eða hrísgrjónum, raita sósu og naan brauði. Verði ykkur að góðu!

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur, gott að skera í bita (4-6 stk.)
Olía og smjör til steikingar
gulur laukur, smátt skorinn
hvítlauksrif, kramin (4-6 stk.)
Stór biti engifer (6-8 sm), skorinn í bita
papríka, mulin (1-2 msk.)
Salt og grófur, svartur pipar
kúmenfræ (1-2 tsk.)
kardemommukjarnar eða 1 msk. mulið kardemommuduft
grænmetiskraftur eða 2 teningar
kanilstöng
mulinn negull eða 5-8 stk. negulnaglar
chilliflögur (jafnvel minna)
Tandoorikrydd (t.d. frá Pottagöldrum). Hálf krukka eða meira.
Skvetta af Worchestershiresósu
niðursoðnir tómatar
tómatpúrra (lítil dós)
smjör

Raíta:

grísk jógúrt eða hrein jógúrt frá Gott í matinn
gúrka, rifin og safinn kreistur vel úr henni í eldhússtykki
hvítlaukur, smátt saxað eða pressað

Skref1

  • Takið til öll krydd sem þið ætlið að nota.
  • Látið ekki stöðva ykkur þótt vanti eitthvað krydd. Prófið ykkur áfram með eitthvað annað og verið óhrædd.

Skref2

  • Gott er að byrja á því að steikja bringurnar upp úr olíu og smjöri.
  • Kryddið þær með salti, pipar og paprikudufti.

Skref3

  • Á meðan bringurnar steikjast er laukur og hvítlaukur skorinn.
  • Afhýðið og skerið engiferið í leiðinni. Það er gott að hafa engiferið í stærri kantinum (og mikið af því).

Skref4

  • Þegar bringurnar eru tilbúnar setjið þið þær til hliðar.
  • Á pönnunni ætti núna að vera komið gott soð frá bringunum. Hellið því í skál og geymið.

Skref5

  • Steikið lauk, hvítlauk og engifer upp úr olíu og smjöri.
  • Bætið við kúmen-fræjum, lækkið hitann og látið laukinn svitna vel.

Skref6

  • Bætið við kardemommukjörnum (sem búið er að kremja með hnífsskafti) eða muldu kardemommudufti, grænmetiskrafti og kanilstöng. Finnið ljúfan ilminn!

Skref7

  • Negull, chiliflögur og tandoorikrydd eru næst á dagskrá. Bætið þessum kryddum saman við og hellið svo dós af niðursoðnum tómötum og tómatpúrrunni saman við.
  • Skvettið örlítið af Worchestershire-sósu yfir, bætið soðinu af kjúklingabringunum saman við, hrærið og látið smásjóða.

Skref8

  • Setjið kjúklingabringurnar út í og síðast bætið þið smjörstykkinu saman við.
  • Lokið fer á pönnuna og látið malla við vægan hita í 20-30 mínútur eða lengur. Því lengur sem rétturinn fær að malla því meira bragð kemur af honum.

Raíta

  • Öllu blandað saman og látið standa aðeins og draga í sig brögðin áður en borið er fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal