Menu
Hvítlauks- og spínatkjúklingur

Hvítlauks- og spínatkjúklingur

 Þessi réttur er virkilega einfaldur og góður. Hann hentar einnig vel sem pastaréttur en þá er kjúklingurinn blandaður saman við pasta ásamt restinni af hvítlaukssmjörinu.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur, skornar smátt
hvítlauksrif (4-5)
smjör
spínat
salt og pipar (líka gott að nota sítrónupipar)
parmesanostur

Skref1

  • Smjör og hvítlaukur bræddur á pönnu og kjúklingurinn svo steiktur upp úr hvítlaukssmjörinu með salti og pipar.

Skref2

  • Þegar kjúklingurinn er orðinn steiktur í gegn er spínatinu bætt út í og velt vel upp úr hvítlaukssmjörinu.

Skref3

  • Sett á disk og parmesanosturinn ekki sparaður.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir