- +

Grilluð kjúklingalæri með sumarlegu hrísgrjónasalati

Kjúklingaleggir:
Olía
Ítalskt pastakrydd
Rósmarín
Hvítlauks og steinselju krydd (t.d. frá McCormic)
Svartur pipar

Hrísgrjónasalat:
2 pokar hrísgrjón
1 púrrulaukur
200 g grænt pestó
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 dós maísbaunir
2 litlar krukkur Dala Veislufetaostur

Aðferð:

Skref 1:

Grjónin er soðin samkvæmt leiðbeiningum.

 

Skref 2:
Púrrulaukurinn er skorinn smátt, sólþurrkuðu tómatarnir eru þerraðir og skornir niður. Olíunni er hellt af fetaostinum áður en honum er blandað saman við grjónin ásamt maísbaununum.

 

Skref 3:

Kjúklingurinn er þerraður og penslaður með kryddblöndunni áður en hann er settur á grillið. Best er að elda kjúklinginn þegar hann hefur náð stofuhita svo hann sé safaríkur og mjúkur.

 

Berið fram með sýrðum rjóma með graslauk og lauk frá Gott í matinn.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir