Menu
Grillaður kjúklingur með indverskri hnetusósu

Grillaður kjúklingur með indverskri hnetusósu

Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra.

Það er tilvalið að bera réttinn fram með fersku salati, kaldri jógúrtsósu með indversku ívafi, mjúkum naan brauðum, krydduðum hrísgrjónum og kryddleginum.

 

Innihald

1 skammtar

Kjúklingur

heill kjúklingur, tekinn í sundur á hryggnum
fersk kóríanderlauf
rautt chili-aldin, fræhreinsað og fínsaxað

Kryddlögur

fínrifinn börkur af einni sítrónu
rauð chili-aldin, fínsöxuð (4-5)
laukur, fínsaxaður
safi úr sítrónu
hnetusmjör
sterkt karríduft
hrein jógúrt frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Blandið öllu hráefni í kryddlöginn saman í matvinnsluvél.

Skref2

  • Setjið kjúklinginn í plastpoka og þrýstið létt ofan á hann þannig að hann sé vel útflattur.
  • Hellið helmingnum af kryddleginum yfir hann. Geymið hinn helminginn til að bera fram sem sósu með kjúklingnum.
  • Lokið pokanum og veltið kjúklingnum upp úr kryddleginum.
  • Látið standa í kæli í minnst 6 klst.

Skref3

  • Hitið grillið að meðalhita.
  • Skafið mestallan kryddlöginn af kjúklingnum, leggið hann á grillið og látið innri hliðina snúa niður.
  • Ef kjúklingurinn helst ekki vel útflattur er hægt að setja t.d. þunga steikarpönnu eða þungt lok af potti ofan á hann fyrstu 10-15 mínúturnar.
  • Grillið kjúklinginn í 50-60 mínútur við óbeinan hita og snúið honum á 15 mínútna fresti.

Skref4

  • Búið til sósu úr kryddleginum sem tekinn var frá í byrjun.
  • Hitið hann upp og bætið svolitlu vatni eða kókosmjólk út í hann.
  • Skreytið kjúklinginn með fersku kóríander og fínsöxuðu chili.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir