- +

Gratíneraðir kjúklingaleggir með waldorfsalati

Kjúklingaleggir
salt og pipar
8 stk. kjúklingaleggir
250 gr rjómamysingur frá MS
200 gr brauðraspur
200 gr gratín ostur

Waldorfsalat
100 g majónes
1 msk. ferskur sítrónusafi
1 dl rjómi 36% - þeyttur
2 rauð epli
200 g sellerístilka
50 g valhnetur - gróft skorið
75 g græn vinber - skorin i tvennt

Aðferð:


 

 

Kjúklingur aðferð:
1. Ofn er hitaður í 200°c
2. Rjómamysingurinn settur í skál með 2msk af vatni og bræddur í örbylgjuofni, gott er að skjóta á ostinn í skömmtum og hræra vel í honum þangað til hann verður mjúkur.
3. Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og svo velt uppúr mysingnum.
4. Þá er leggjunum velt uppúr brauðmylsnunni og raðað í eldfast mót.
5. Gratínostinum er stráð yfir og bakað svo í 200°c heitum ofni í 25mín
 
Salat aðferð:
Majónesið er smakkað til með sitronusafanum,
Sellerístilkarnir, valhneturnar og grænu vínberin bætt við í majonesið.
Síðan er léttþeytta rjómanum blandað varlega saman við hitt .