Menu
Fylltar kjúklingabringur með jalapeno og Óðals Maribo

Fylltar kjúklingabringur með jalapeno og Óðals Maribo

Rjómakenndur og svolítið sterkur kjúklingaréttur. Þið getið auðvitað ráðið því svolítið hversu mikið jalapeno þið setjið. Ég mæli með þessum næst þegar þið viljið gera vel við ykkur.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
sneiðar Óðals Maribo ostur (5-6 sneiðar), skorinn í tenginga
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
beikon sneiðar, skornar smátt
Jalapeno
Salt og pipar

Meðlæti:

Kartöfluskífur
Sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn

Skref1

  • Ofninn hitaður á 180 gráður blástur.
  • Skerið rákir í kjúklinginn, passið að fara ekki alveg í gegnum hann.
Skref 1

Skref2

  • Hrærið saman rjómaosti, beikoni, Óðals Maribo, salti og pipar.

Skref3

  • Pressið blöndunni ofan í rákirnar á kjúklingnum og jalapenoinu meðfram.

Skref4

  • Kryddið með salti og pipar og setjið inn í ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Skref 4

Skref5

  • Gott er að bera kjúklingabringurnar fram með kartöfluskífum og sýrðum rjóma með graslauk og lauk frá Gott í matinn.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir