- +

Fylltar kjúklingabringur með jalapeno og Óðals Maribo

Innihald:
4 stk. kjúklingabringur
5 sneiðar Óðals Maribo ostur (5-6 sneiðar), skorinn í tenginga
100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
4 beikon sneiðar, skornar smátt
Jalapeno
Salt og pipar

Meðlæti:
Kartöfluskífur
1 dós Sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn

Aðferð:

Ofninn hitaður á 180 gráður blástur.

Skerið rákir í kjúklinginn, passið að fara ekki alveg í gegnum hann.

Hrærið saman rjómaosti, beikoni, Óðals Maribo, salti og pipar.

Pressið blöndunni ofan í rákirnar á kjúklingnum og jalapenoinu meðfram.

Kryddið með salti og pipar og setjið inn í ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

 

Gott er að bera kjúklingabringurnar fram með kartöfluskífum og sýrðum rjóma með graslauk og lauk frá Gott í matinn.

 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir