- +

Fylltar kjúklingabringur með apríkósum, rúsínum, furuhnetum og piparosti

Innihald
pipar
salt
olía
4 kjúklingabringur, meðalstórar
8 þurrkaðar apríkósur, saxaðar smátt
3 msk rúsínur
2 msk furuhnetur
75 g rifinn piparostur
2 msk olía

 

Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Leggið kjúklingabringurnar á bretti og skerið djúpan vasa í hliðina á hverri þeirra. Blandið saman apríkósum, rúsínum, furuhnetum og rifnum piparosti og troðið í bringurnar (ef er afgangur af blöndunni má nota hann út í salatið með bringunum). Lokið með kjötprjónum eða tannstönglum. Berið olíu utan á bringurnar og kryddið með pipar og salti. Brúnið þær vel á pönnu í afganginum af olíunni. Setjið þær í eldfast mót og bakið í ofni í 18-20 mínútur. Berið þær fram með góðu salati.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir