- +

Fyllt kjúklingarúlla með sveppaosti, rjóma og gráðaosti

Kjúklingur
sitrónu raspur af einni sítrónu
salt og pipar
6 stk. kjúklingabringur
100 g sveppaostur
100 g gráðostur
40 g sveppir
100 g beikon

Aðferð:

1. Taktu bringurnar snyrtu og skerðu í miðju til að skipta í tvennt.
2. Blandaðu öllu öðru saman, ostinum og sveppunum, saltaðu og pipraðu smakkaðu til og
mokaðu fyllingunni inn í kjúklinginn.
3. Settu beikon tvær sneiðar utan um kjúklingabringuna og
raðaðu í eldfast form.
4. Bakaðu í ofni á 180°C í 10 -15 mínútur.

Með þessu er gott að hafa salat, hnetur, skyrsósu eða jógurtsósu.

Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara