- +

Kjúklingaréttur með rjómapestó

Innihald:
3 stk. stórar kjúklingabringur
2 stk. stórar kartöflur
brokkolí og blómkál eftir smekk
15 stk döðlur, meira eða minna eftir smekk
200 g pestó
200 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
1 poki gratínostur frá Gott í matinn
olía
salt og pipar

Meðlæti:
1 stk hvítlauksbrauð

Aðferð:
Undirbúningur 10 mínútur
Eldunartími 40 mínútur
 
 

Ofninn hitaður í 180°C, undir og yfir hita

Eldfasta formið er smurt með olíu og þunnt skornum kartöflum raðað í mótið, upp kantana og þær penslaðar með olíu, salti og pipar.

Ofan á þær fer brokkolíið, blómkálið, döðlurnar og kjúklingurinn - allt skorið í litla bita

Í skál er matreiðslurjómanum, pestóinu og helmingnum af gratín ostinum blandað saman og hellt yfir kjúklinginn

Rétturinn er settur inn í ofn í 20 mínútur og þá er restin af ostinum bætt ofan á (tilvalið að skella hvítlauksbrauði inn í ofninn í leiðinni) og svo er rétturinn settur aftur inn í 20 mínútur, sem sagt 40 mín í heildina. 

 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir