- +

Kjötbollur í ljúffengri sósu

Kjötbollur:
500 g nautahakka
1 stk. egg
½ dl brauðmylsna
1½ dl matreiðslurjómi
1 msk steinselja, fínsöxuð
½ msk garam masala
½ msk sjávarsalt
svartur pipar
½ l vatn
1 stk kjúklingateningur eða 1 msk kjúklingakraftur

Sósa:
2 msk olía
1 stk. laukur, fínsaxaður
2 stk. hvítlauksrif, marin
2 msk karrí
1 stk. kanilstöng
½ dl rúsínur
2 stk. lárviðarlauf
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar, án safa
2½ dl matreiðslurjómi
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

Það góða við þessa uppskrift að hana er hægt að gera með góðum fyrirvara og hita svo upp. Byrjið á að útbúa sósuna. Mýkið lauk og hvítlauk í góða stund í olíu og karrí. Setjið kanilstöngina, rúsínur og lárviðarlauf saman við og hrærið. Sigtið hökkuðu tómatana og blandið þeim varlega saman við hráefnin á pönnunni/í pottinum. Bætið loks matreiðslurjómanum saman við og hrærið. Setjið lok á og látið malla á lágum hita í 15 mínútur.

Á meðan sósan mallar er byrjað á bollunum. Leggið brauðmylsnuna í bleyti í matreiðslurjómanum í 5 mínútur og hellið svo vökvanum af. Setjið hráefnið í skál: nautahakk, brauðmylsnu, egg, steinselju og krydd. Best er að nota hendurnar til að hræra öllu saman. Síðan eru mótaðar bollur úr hakkinu, en ágætt er að miða við eina matskeið fyrir hverja bollu. Bollunum er rúllað á milli handanna og þær lagðar til hliðar.

Setjið hálfan lítra af vatni í pott ásamt kraftinum og þegar suðan er komin upp eru bollunar settar út í, í nokkrum skömmtum, og þær látnar sjóða á vægum hita í u.þ.b. 5 mínútur. Síðan eru bollurnar veiddar upp úr, settar út í sósuna góðu og þeim leyft að malla þar í stutta stund.

Réttinn má fram með sítrónubátum og kúskús eða hrísgrjónum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir