- +

Kálfahakkbollur í hvítvíns rjómasósu

Bollur:
500 g kálfahakk
½ tsk. Harissa
½ tsk. sítrónubörkur
2 stönglar sellerí
1 stk. rauðlaukur
1 tsk. smjör
1 tsk. ólífuolía
4 msk. parmesan ostur (4-5 msk.)
salt og pipar

Hvítvíns rjómasósa:
120 ml hvítvín, soðið niður um helming
250 ml rjómi
1 tsk. gróft sinnep
salt og pipar

Til viðbótar:
2 lúkur spínat (2-3 lúkur)
1 pk. ferskir ostrusveppir frá Sælkerasveppum

Aðferð:

Bollurnar eru einfaldar í gerð. Byrjið á að saxa sellerí og rauðlauk smátt og steikja í smjöri og smá olíu á pönnu, láta svo kólna smá áður en þessu er blandað saman við hakkið ásamt hinum hráefnunum.

Sósan er mjög einföld en það er mikilvægt að þegar vínið er búið að minnka um helming í potti er fínt að taka pottinn af hellunni í nokkrar mínutur áður en rjóma og sinnep er bætt við til að koma í veg fyrir að rjóminn skilji sig. Sósan má malla á vægum hita þar til hún þykkist eilítið.

Samsetning:

1. Byrjið á að brúna bollur í pönnunni á öllum hliðum

2. Bætið rifnum ræmum af ostrusveppum á pönnuna og hristið vel í pönnunni.

3. Bætið spínati á pönnuna.

4. Hellið sósu yfir allt gúmmulaðið.

5. Skellið pönnu inn í 180°C ofn í 10 mínutur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn.

6. Stráið rifnum Parmigiano Reggianno osti yfir bollurnar og setjið aftur inn í ofn í 2-3 mínutur til viðbótar eða þar til allt er gullið og gómsætt.

 

 

Höfundur: Eirný Sigurðardóttir