- +

Buffaló kjúklingasalat með himneskri gráðaostasósu

Salat:
2 stk. eldaðar kjúklingabringur, t.d. grillaðar
4 msk. Buffalo Hot sauce
2 msk. smjör
gott salat, t.d. Lambhagasalat
3 stk. vorlaukar
3 stk. tómatar
gráðaostur eftir smekk

Gráðaostasósa:
3 msk. gráðaostur
2 msk. majónes
2 msk. sýrður rjómi
1 msk. hvítvínsedik
2 msk. mjólk eða rjómi til að þynna sósuna, 2-3 msk.
örlítið sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

Salat, aðferð: Byrjið á að elda kjúklingabringurnar í gegn. Rífið eða saxið salatið og leggið á fat eða stóran disk. Saxið tómatana og vorlaukinn frekar smátt og dreifið yfir salatið. Bræðið smjörið í litlum potti og hellið buffaló sósunni yfir og pískið vel saman við smjörið. Hellið sósunni svo yfir eldaðar kjúklingabringurnar og veltið þeim vel upp úr sósunni. Skerið bringurnar svo í þunnar sneiðar og leggið ofan á salatið. Myljið gráðaostinn að lokum yfir.

Gráðaostasósa, aðferð: Stappið gráðaostinn í skál með gaffli og blandið majónesi, sýrðum rjóma, ediki, salti og pipar saman við. Þynnið með mjólk þar til sósan er eins og þið viljið hafa hana. Ég miða við að sósan sé á þykkt við súrmjólk eða þar um bil. Hellið svolitlu af sósunni yfir salatið og berið restina fram með því. Svo er gott að fá sér smá auka buffaló hot sauce yfir ef maður vill hafa salatið vel sterkt. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir