- +

Pönnusteiktar hreindýraorður með rósapiparsósu


8 stk 100 g sneiðar hreindýr úr hrygg eða læri
olía til steikingar
salt og pipar

Sósa
½ l villibráðarsoð ( úr fugla eða hreindýrabeinum)
1 dl púrtvín
1 dl rjómi
30 g kalt smjör
1 msk sólberjasulta
1 tsk heill rósapipar
1 tsk steyttur rósapipar

Aðferð:

Brúnið steikurnar upp úr olíunni við meðalhita, kryddið með salti og pipar. Færið steikurnar upp og haldið heitum meðan sósan er löguð. Hellið soðinu á pönnuna og leysið upp steikarskófina með því að skafa botn pönnunnar með spaða. Bætið í víninu, rjómanum, sultunni og piparnum. Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti. Endið á því að þeyta köldu smjörinu í smáum bitum út í sósuna, sósan má ekki sjóða eftir það.  Setjið steikurnar í 180° C heitan ofn í 3-4 mínútur rétt áður en bornar fram. Heppilegt meðlæti eru rauðvínssoðnar perur, smjörsteiktar kartöflur og snöggsoðið grænmeti.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara