- +

Ofnsteiktar gæsabringur með villisveppasósu

Innihald
4 stk gæsabringur, heiðagæs eða grágæs
olía til steikingar
salt og pipar
villikryddsblanda

Sósa innihald
½ l villisoð
½ dl púrtvín
50 g gráðaostur
1 dl rjómi
25 g villisveppir
100 g ferskir sveppir
sósujafnari

Aðferð:

Brúnið bringurnar í olíu á pönnu, kryddið með salti, pipar og villijurtablöndunni. Setjið á ofngrind og steikið í ofni við 150 C í 15 mínútur.  Setjið villisveppina í bleyti í 2 dl af sjóðandi vatni í 10 mínútur. Veiðið sveppina upp úr vatninu og steikið í smjöri ásamt fersku sveppunum í nokkrar mínútur, bætið í soðinu, ostinum, púrtvíninu og rjómanum. Sjóðið þar til osturinn er uppleystur. 

Síið villisveppavatnið í gegn um dúk og setjið á pönnu og sjóðið niður um 2/3 og bætið í sósuna. Þykkið sósuna með sósujafnara og smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti.

Heppilegt meðlæti eru bakaðar kartöflur sem búið er að taka innan úr og mauka ásamt soðinni sellerírót, soðinni steinseljurót, rjómaosti, salti og pipar. Maukinu síðan sprautað aftur í kartöfluhýðið og hitað í ofni. Þá er gott að vera með snöggsoðið grænmeti eins og gulrætur, sellerí, blómkál, spergilkál, sykurbaunir ofl.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara