- +

Andabringur með appelsínu-döðlusósu og camembert osti

Andabringur
8 stk andabringur

Sósa
Maizena (til þykkingar)
½ líter vatn
25 g kjötkraftur
250 ml appelsínusafi
100 g döðlur
2 msk sinnep
200 g smjör
3 msk hvítvínsedik

Kartöflur
700 g litlar kartöflur
300 g smjör

Aðferð:

Andabringur aðferð
Ristað er í fitu á andabringunum með hníf, steikt á pönnu á fituhlið þar til er orðið stökkt og svo á kjöthlið í 1 mínútu. Bringurnar eru svo færðar yfir á bökunarplötu og bakaðar á 180°C í 10 mínútur. Látið standa áður en skorið er.
 
Sósa aðferð
Soðið er upp á vatni, kjötkrafti, appelsínusafa og sinnepi. Maizenamjöli er bætt í (sem búið er að blanda með vatni svo leysist upp) þá eru söxuðum döðlum bætt í og piskað stanslaust, á meðan er smjöri sem búið er að skera í litla bita og bætt í sósuna, sósan er svo bætt með hvítvíns ediki og salti ef þarf.
Kartöflur aðferð
Kartöflurnar eru soðnar og skrældar, að lokum eru þær skornar í litla bita og steiktar með smjöri og saltaðar eftir þörf.
 
Borið fram með
Steiktu grænmeti (tilvalið að bera fram með gulrótum og snjóbaunum í litlum strimlum) og camembert osti sem skorinn er í þunnar ræmur.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara