Menu
Kanilformkaka með rjómaostakremi

Kanilformkaka með rjómaostakremi

Það er eitthvað svo skemmtilega einfalt við formkökur og þær eru góðar með ísköldu mjólkurglasi, kaffi og tei. Þessi uppskrift er blanda úr ýmsum áttum; hún er hefðbundin hvít sandkaka, með kanilsnúðaívafi og kremi eins og gulrótarkaka. Góð blanda og virkilega þess virði að baka.

Uppskriftin er stór en það er ákveðinn kostur að baka fleiri kökur og frysta til að eiga, ekki rétt? Þetta er uppskrift í tvær formkökur.

Innihald

1 skammtar

Kaka:

mjúkt smjör
sykur
egg
hveiti
salt
lyftiduft
sýrður rjómi
olía
vanilludropar

Kanilblanda:

mjúkt smjör
púðursykur
hveiti
kanill
vanilludropar

Krem

hreinn rjómaostur (lítil dós)
ósaltað og mjúkt smjör
flórsykur
mjólk eða matreiðslurjómi
vanilludropar

Skref1

  • Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt í sér, hrærið egg saman við eitt í einu þar til úr verður mjúk blanda. Hellið þurrefnum saman við, þá sýrðum rjóma, olíu og dropum. Blandið vel en ekki hræra deigið lengi.
  • Blandið innihaldsefnum fyrir kanilblönduna saman og hrærið vel þangað til blandan verður áferðarfalleg og mjúk.

Skref2

  • Hitið ofn í 180 gráður. Fyllið hvort formkökuform að 1/3 hluta með deiginu. Hellið varlega ¼ kanilblöndunnar yfir deigið í sitthvoru forminu. Takið gaffal og hrærið rólega í deiginu með hringlaga hreyfingum til að dreifa kanilblöndunni um deigið.
  • Hellið rest af deigi yfir formin sem og kanilblöndunni og hrærið aftur á sama hátt.
  • Setjið formin í ofn og bakið í 50-60 mínútur. Ekki baka of mikið en þegar líður á bökunartímann þarf að stinga í kökurnar til að athuga hvernig staðan er á þeim og þær gætu þurft lengri tíma í ofninum.
  • Takið úr ofninum og kælið áður en kreminu er smurt á þær.

Skref3

  • Gott er að útbúa kremið á meðan kakan kólnar en kökurnar þurfa að kólna vel áður en kremið er sett á þær.
  • Hrærið allt hráefnið saman þar til kremið veður slétt og huggulegt, tekur um tvær mínútur.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir