Menu
Kanilbrauð Teddu

Kanilbrauð Teddu

Ef þú átt járnpott er upplagt að baka hluta af brauðinu í honum. Brauðið úr pottinum verður enn mýkra en ella og fær einstaklega skemmtilega harða skorpu. Prufið að nota pottinn ef þið eigið einn slíkan.

Þessi uppskrift gerir 2-3 brauð eða um 16-20 bollur/lengjur

Innihald

1 skammtar
hveiti (10-14 dl)
kanill
salt
þurrger
örlítill sykur, púðursykur eða annað sætuefni ef þið viljið
brætt smjör
skyr, sýrður rjómi eða mjólk
volgt vatn
> afar gott er að bæta rúsínum í deigið

Skref1

  • Blandið þurrefnum saman í skál.
  • Bræðið smjör og blandið vatni og mjólkurvöru saman við.
  • Hellið vökvanum saman við þurrefnin og hrærið í gott deig. Bætið hveiti við eftir þörfum en deigið má alveg vera nokkuð blautt.

Skref2

  • Látið deigið hefast á hlýjum og notalegum stað þar til það hefur tvöfaldast. Gott er að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa þar með deiginu og láta það hefast í góðum hita. Það gengur ögn hraðar fyrir sig.
  • Þegar deigið er búið að hefast er það tekið úr skálinni og hnoðað nokkuð vel og hveiti bætt við eftir þörfum.
  • Ef nota á járnpott er bökunarpappír settur í hann og u.þ.b. 1/4 af deiginu sett í hann. Látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast.
  • Gerið bollur eða brauðlengjur úr afganginum af deiginu eða öllu ef ekkert fer í pott. Látið hefast.

Skref3

  • Bakið brauðið neðarlega í ofninum í um 15-20 mínútur við 220°C
  • Brauðið sem er í pottinum á að baka með lokið á og það tekur um 30-35 mínútur að bakast. Það má alveg lækka hitann í 200°C.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal