Menu
Bernaise sósa

Bernaise sósa

Sósan geymist vel undir plastfilmu við stofuhita í 2-3 klst.

Borin fram stofuheit eða hituð rólega upp yfir vatnsbaði.

Innihald

1 skammtar
eggjarauður
smjör
nautateningur eða annar kjötkraftur
bernaise essence
þurrkað estragon eða 2 msk ferskt
salt og pipar
safi úr hálfri sítrónu

Skref1

  • Bræðið smjörið með kjötkraftinum.
  • Takið af hitanum og leyfið aðeins að rjúka.

Skref2

  • Setjið eggjarauðurnar í hitaþolna skál, stál eða gler.
  • Setjið vatn í pott, hleypið upp suðunni og lækkið svo alveg undir.
  • Leggið skálina ofan á pottinn, gætið þess að botninn snerti ekki vatnið og þeytið eggjarauðurnar þar til ljósar og léttar, t.d. með litlum rafmagnshandþeytara.

Skref3

  • Takið pottinn með skálinni af hitanum.
  • Hellið smjörinu mjög rólega saman við eggin í mjórri bunu og þeytið stanslaust á meðan, þetta tekur um 5-7 mínútur.

Skref4

  • Kryddið svo með estragoni og bernaise essence.
  • Smakkið til með sítrónu, salti og pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir