- +

Latte með hvítu súkkulaði, rjóma og kanil

Latte:
3 dl nýmjólk
200 g hvítt súkkulaði
2 dl sterkt kaffi
1 tsk. vanilludropar

Toppur:
¼ l rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Kanill

Aðferð:

Fyrir 4.

 

Setjið mjólk, hvítt súkkulaði og vanilludropa saman í pott og hitið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að báðna alveg. Hitið þar til það sýður næstum því í pottinum. Hellið kaffinu saman við og hrærið. Setjið kaffið í glös eða bolla og berið fram með þeyttum rjóma og kanil.  

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir