- +

Latte með hvítu súkkulaði og rjóma

Innihald:
3 dl mjólk (nýmjólk)
200 g hvítt súkkulaði
2 dl sterkt kaffi
1 tsk. vanilludropar

Toppur
¼ l rjómi, þeyttur
kanill

Aðferð:

Fyrir 2-4.

 

Setjið mjólk, hvítt súkkulaði og vanilludropa saman í pott og hitið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þar til hvíta súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hitið þar til suðan er alveg að koma upp en látið súkkulaðiblönduna ekki sjóða. Takið pottinn af hellunni og hellið sterku kaffi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið kaffiblöndunni ofan í glas eða bolla. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ásamt smá kanil.  

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir