- +

Waldorfsalat

Innihald:
2 stk. græn epli
1½ stk. sellerí
25 stk. græn vínber
1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. rjómi frá Gott í matinn, þeyttur (2-3 msk.)
2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu
smá súkkulaði til að strá yfir salatið

Aðferð:

Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita.

Skerið sellerí í litla bita.

Skerið vínber í tvennt.

Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu.

Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma.

Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin.

Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. 

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir