- +

Vanilluís grunnuppskrift

Vanilluís grunnuppskrift
1 vanillustöng
250 ml matreiðslurjómi
5 stk. eggjarauður (5-6)
150 g sykur
250 ml rjómi

Aðferð:
Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni. Setjið bæði fræ og stöng í pott ásamt matreiðslurjómanum og hitið að suðu en látið þó ekki sjóða.
    Þeytið á meðan eggjarauður og sykur saman í skál. Hellið svo vanillurjómanum rólega saman við eggjarauðurnar og hrærið stöðugt í á meðan. Hellið öllu í pottinn aftur. Hafið hitann mjög vægan og hrærið stöðugt. Takið pottinn af hitanum þegar blandan fer að þykkna aðeins, hellið henni gegnum sigti í skál og látið kólna vel.
   Léttþeytið rjómann og hrærið hann gætilega saman við ísblönduna. Hellið síðan blöndunni í ísvél og frystið. Ef ekki er notuð ísvél er ísinn frystur í formi og síðan tekinn út eftir hálftíma og hrært vel í. Svo er hann settur aftur í frysti, tekinn út eftir í hálftíma og hrært í. Þetta þarf að endurtaka 3–4 sinnum.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórdsdóttir