- +

Tyrkisk peber jólaís með piparfylltum reimum og Toblerone

Innihald:
500 ml rjómi
4 stk. egg
1 msk. vanilludropar
8 msk. flórsykur
200 g toblerone (100 g í ísinn og 100 g til skreytingar)
150 g mulinn tyrisk peber brjóstsykur
100 g piparfylltar lakkrísreimar (hægt að nota rest úr poka til skrauts)

Aðferð:

Uppskriftin dugar fyrir 8-10 manns.

 

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.

Tyrkisk peber brjóstsykurinn mulinn svo hann verði nánast að dufti, t.d. hægt að setja í tvo poka og merja með hamri eða setja í matvinnsluvél.

Egg, flórsykri og vanilludropum er hrært saman í hrærivélinni þar til blandan verður létt og ljós, þá er rjómanum og sætindunum hrært varlega saman með sleif og blandan sett í form og inn í frysti. Best er að gera ísinn að minnsta kosti kvöldi áður en hann er borinn fram. Eina sem ég var hrædd um var að lakkrísinn yrði harður en þvert á móti, hann var dúnamjúkur.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir