Menu
Trufflur með brjóstsykri

Trufflur með brjóstsykri

Jólalegir og sætir molar.

Innihald

1 skammtar
jóla brjóstsykurstafir
Oreo kex
Siríussúkkulaði
vanilla
Rjómi frá Gott í matinn
hvítt súkkulaði (200 - 300 g)

Skref1

  • Myljið stafina í matvinnsluvél eða blandara.
  • Setjið í skál og takið 2 msk. úr skálinni og setjið í aðra.

Skref2

  • Myljið kexið í vélinni þar til það verður eins og sandur.
  • Bræðið 200 g af Síríussúkkulaði og hellið því saman við kexblönduna í vélinni ásamt vanillu.
  • Hrærið og setjið loks rjómann og brjóstsykursmulning út í, nema þessar 2 msk.
  • Geymið deigið í ísskáp í 30 mínútur.

Skref3

  • Mótið kúlur úr deiginu, stærð fer eftir smekk.
  • Leggið á fat klætt bökunarpappír og setjið í frysti eða ísskáp í smá stund.

Skref4

  • Bræðið hvíta súkkulaðið.
  • Setjið kúlurnar í súkkulaðibað og sáldrið brjóstsykursmulningnum yfir kúlurnar.
  • Geymið í ísskáp.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir