- +

Tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti

Innihald
6 stk tortillukökur
125 g rjómaostur
300 g fetaostur
70 g klettasalat (70-100 g)

 

Aðferð:
Hitið tortillurnar á pönnu svo það sé auðveldara að vinna með þær. Raðið á bretti eða borð. Smyrjið með rjómaosti,skiptið klettasalatinu og fetaostinum jafnt á milli. Rúlið þétt upp og kælið. Skerið í sneiðar og setjið sýrðan rjóma á toppinn.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson