- +

Sykurlaus graflax og -sósa

Innihald:
1 kg laxaflak
125 g gróft salt
125 g Sukrin gold
1½ msk. dill
½ msk. fennelfræ
1 msk. sinnepsfræ
½ tsk. svartur pipar

Graflaxsósa:
100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
½ msk. Dijon sinnep
1 msk. dill
3 msk. sítrónusafi
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Graflax:

Blandið salti og sykri saman í skál. Stráið salti/sykurblöndunni á bakka og leggið flakið yfir með roðið niður. Stráið smá af blöndunni yfir laxinn og nuddið vel í fiskinn.

Kryddin blönduð vel saman í annarri skál og stráð svo yfir laxinn.

Stráið salti/sykurblöndunni jafnt yfir.

Pakkið flakinu vel inn í álpappír og stingið nokkrum sinnum í álpappírinn með gaffli báðum megin. Geymið flakið í kæli í fati og snúið á 12 klukkutíma fresti.

Gerið þetta í 3 sólahringa. Borðið á þriðja degi eða setjið í frysti og geymið.

 

Graflaxsósa:

Blandið hráefnunum vel saman í skál.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir