- +

Súkkulaði karamella

Súkkulaði karamella
250 g maple síróp
200 g sykur
½ sítróna (safi)
15 stk. kardimommur
60 g smjör
100 g dökkt súkkulaði
100 g rjómi

Aðferð
Maple sírópi, sykri, sítónusafa og kardimommum er blandað í pott og soðið saman þar til það nær 160°C, þá er potturinn tekinn af hellunni og smjöri í litlum bitum bætt við. Þegar smjörið er allveg bráðið er rjóma bætt í pottinn og upp er fengin góð suða. Þá er súkkulaðinu bætt í og potturinn tekinn af hellunni. Þegar súkkulaðið er bráðið er karmellan svo sigtuð í bakka með bökunarpappír og látið stífna í kæli. Karmellan er svo skorin í bita og borin fram köld.