- +

Snittur með camembert, eplum og pekanhnetum

Innihald:
Snittubrauð
Mango chutney
1 epli
1 Dala-Camembert (eða Dala-Brie)
Pekanhnetur
Hunang eða sýróp

Aðferð:

Snittubrauðið er skorið.

Smurt með mango chutney og sneið af camembert ostinum bætt við á hverja snittu.

Snitturnar settar í ofn í 5-7 mínútur við 180 gráður.

Þegar snitturnar koma út er þunn eplaskífan, pekanhneta og hunang/sýróp sett yfir og borið fram.