Menu
Smákökur með karamellu

Smákökur með karamellu

Frábærar smákökur með karamellu og súkkulaði.

Innihald

1 skammtar
smjör
púðursykur
góðir vanilludropar
rjómaostur frá Gott í matinn
eggjarauður
hveiti
salt
eggjahvítur
Pekanhnetur, saxaðar
rjómakaramellur
rjómi frá Gott í matinn
brætt súkkulaði

Aðferð

  • Hitið ofn í 170 gráður. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, hrærið vanilludropa og eggjarauður saman við. Þá rjómaost með. Hrærið hveiti og salt saman. Stráið yfir smjörblönduna og hnoðið deigið saman.
  • Setjið eggjahvítur í skál sem og saxaðar pekanhnetur. Hnoðið hæfilega stórar kúlur úr deiginu, fer allt eftir því hve nettar þið viljið að kökurnar séu. Dýfið kúlunum í eggjahvíturnar og þá í hneturnar. Leggið á bökunarplötu og þrýstið fingri ofan í kúluna svo myndist í henni lítil skál. Stingið í ofn og bakið í 10-20 mínútur, allt eftir stærðinni á kökunum.
  • Setjið karamellur og rjóma í skál og bræðið saman í örbylgjuofni eða í potti.
  • Kökurnar eiga að fá á sig gullinn blæ og ekki bakast of mikið. Takið þær úr ofninum. Það getur þurft að laga skálina í kökunum aðeins til eftir baksturinn með því að þrýsta einhverju ávölu þar ofan í og dýpka hana. Látið kökurnar kólna aðeins áður en þið hellið kjúkri karamellunni ofan í skál hverrar köku. Stráið örlitlu sjávarsalti yfir kökurnar og karamelluna. Brætt súkkulaði er notað til skreytingar á kökurnar.
  • Njótið með kaffi eða tei og takið eftir að þessar kökur eru mjög góðar sem sætur biti með sætu víni!

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir