Menu
Saffranbollur með marsípanfyllingu

Saffranbollur með marsípanfyllingu

Saffran er spennandi krydd sem notað er víða bæði í matreiðslu og í bakstur. Þetta er dýrasta krydd sem til er en það þarf aðeins nokkra þræði í matargerð eða um hálft gram í bakstur. Hið gula fallega saffran og ilmurinn frá því er afskaplega jólalegt. 

Fyllingin í bollunum er blanda af marsípan, smjöri og kardemommufræum og passar afskaplega vel við saffranbragðið í bollunum.

Það hentar vel að frysta bollurnar og snúninganna eftir að þeir hafa kólnað.  Þá eru þessar dásemdir til allan desember. Svo er bara að ná í poka úr frystinum þegar gestir koma og hita í ofninum við lágan hita.

Innihald

1 skammtar

Saffranbollur:

smjör
mjólk
sykur
salt
egg
saffran
hveiti (12-14 dl)
þurrger

Fylling:

marsípan
smjör
kardemommukjarnar (6-8 stk.), fræin notuð

Skreyting:

egg
Möndluflögur
Perlusykur

Deig

  • Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við. Látið vökvann hitna smám saman og ná rúmlega 38-40°C. Það er gott að slökkva á hitanum undir pottinum eða hafa það stillt á lágum hita. Ég sting litla fingur ofan í og finn þannig hversu passlegt hitastigið er. Það á ekki að vera brennandi heitt.
  • Setjið matskeið af sykur í mortel og bætið saffrankryddinu saman við. Myljið saman þar til saffran- þræðirnir eru nokkurn veginn orðnir að dufti. Það er allt í lagi þótt þeir séu enn til staðar nokkrir af þeim.
  • Hellið 3 msk. af áfengi t.d Grand mariner, cognac eða sherry saman við saffranblönduna og látið kryddið og sykurinn leysast upp í því. Það er alveg hægt að sleppa þessu og setja saffranið beint út í vökvann. Hellið saffransblandinu saman við mjólkurvökvann og þeytið egginu saman við.
  • Mælið um 10 dl af hveiti í skál og blandið hinum þurrefnunum saman við þ.e. þurrgerið, sykurinn og saltið.
  • Hrærið öllum vökvanum út í þurrefnunum og hrærið vel í. Það þarf að bæta meiri hveiti við og er það gert þar til deigið sleppur vel frá hliðum skálarinnar og er orðið þétt í sér og þægilegt í viðkomu.
  • Látið deigið hefast á hlýjum stað þar til tvöfalt að stærð og búið til fyllinguna á meðan.

Fylling

  • Mjúkt smjör og marsípan er blandað saman við kardemommufræin í bragðgóða blöndu.

Bollur

  • Þegar deigið er búið að hefast er það hnoðað vel saman og síðan skorið í minni bita. Gott er að skera það í rúmlega 25 – 20 bita.
  • Hver biti er rúllaður í bollu. Í miðju bollunnar er gert lítið gat með því að teygja aðeins á bollunni. Í gatinu er sett rúmlega tsk. af marsípanfyllingunni og bollunni er svo lokað með því að klípa endana saman.
  • Setjið bolluna í pappírsform og látið þessa hlið snúa niður. Látið bollurnar hefast í rúmlega 30-40 mínútur. Núna er gott að byrja hita ofninn.
  • Ef þið ætlið að búa til snúninga þá er deigið skorið i bita og hver biti er rúllaður í mjóa lengju sem er um 20 cm á lengd. Haldið í sitt hvorn endann og rúllið endunum upp á móti hvert annað þannig að snúningurinn verði eins og ,,s“ í laginu. Leggið s:ið á plötu með bökunarpapppir. Raðið snúningum á plötuna og látið þá hefast þar til þeir eru tvöfaldir á stærð.
  • Þegar bollur og snúningar eru búnir að hefast eru þeir penslaðir með eggi sem slegið hefur verið saman með gaffli. Stráið perlusykur og möndluflögum yfir.
  • Bakið bollurnar í miðju ofnsins í rúmlega 8 – 12 mínútur (fer eftir ofnum) eða þar til kominn er fallegur gylltur litur á þær.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal